HugLEIÐSLUDAGUR UNGA FÓLKSINS

Vertu með þann 9. október 2024 í 3 mínútna hugleiðslu fyrir frið í hjarta!
Allir mega vera með hvar sem er kl 10:30 eða samdægurs þegar hentar!

Myndband í vinnslu við samstarfsskóla árins og kemur inn í lok september. Hér er myndbandið frá í fyrra.

Sköpum friðarbylgju í hjörtum!

Markmið dagsins er að sameina ungt fólk (2-18 ára) í 3 mínútna hugleiðslu í skólum hérlendis.

Við erum að vekja athygli á hugleiðslu sem leið til að ma. skapa innri frið, finna innri náttúrulega gleði, vinna úr tilfinningum, kvíða, streitu og vanlíðan hjá ungu fólki og gera þau að sterkari einstaklingum.

Flestöll vinna í kringum daginn er í sjálfboðavinnu.

Ef þér líkar framtakið gefst tækifæri á að styrkja okkur með millifærslu á þennan reikning: Kt. 510414-1010 - Reikn. 526-14-403558.

Okkar bestu hjartans kveðjur,
Verkefnastjórn Hugleiðsludagsins