Hugleiðsludagurinn hefur það markmið að veita börnum tækifæra til að læra meira um hugleiðslu og fá að æfa sig.
Hugleiðsla er kærkomin aðferð við að lægja öldur hugans, auka sjálfsmildi, finna hjartamiðun og koma í innri kyrrð.
Hugleiðsludagut unga fólksins er góðgerðarverkefni í þágu ungmenna sem hefur verið haldin sl. 7 ár við góðar undirtektir. Næsti dagur verður haldinn í níunda sinn þann 9. október 2024. Fjöldi sjálfboðaliða koma að verkefninu frá fyrsta degi og þökkum við þeim fyrir.
Undanfarin 8 ár hafa á bilinu 37 - 60 grunnskólar tekið þátt að einhverju leyti í sínum heimastofum á þeim tíma sem hefur hentað þann dag. Við höfum verið í samstarfi við grunnskóla með gerð myndbands sem hefur verið leiðarvísir með hvernig hugleiðslan er gerð. Þemað er sem fyrri ár friður í hjarta og hefur sjaldan verið eins rík ástæða og að búa til rými fyrir börn til að skoða hugtakið um frið og hvernig hægt er að stilla inn á það hið innra.
Okkar erindi með þessu bréfi er að hvetja til þátttöku í ár og að skoða möguleikann á að bæta Hugleiðsludeginum inn í skóladagatalið til að auka sýnileika dagsins og mikilvægi hans. Hugleiðsluiðkun eykur vellíðan og getur fallið undir uppeldisstefnur eins og jákvæðan aga sem og Uppeldi til ábyrgðar.
Einnig tengist hugleiðsluiðkun einum af mannræktarþáttunum 6 sem er heilbrigði og vellíðan og jafnvel öðrum þáttum eins og sköpun og jafnrétti. Við vonum að þið haldið daginn hátíðlegan í ár með aukinni þátttöku og samhug í verki. Okkar allra bestu kveðjur og þakklæti fyrir að gefa þér tíma til að lesa þessi orð.
F. hönd Hugleiðsludags unga fólksins,
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Inga Margrét Jónsdóttir.
VILTU STYÐJA FÉLAGIÐ?
Skrifaðu okkur línu eða styrktu verkefnið með millifærslu á reikning okkar. Allir styrkir eru vel þegnir til samtakanna. Hægt er að leggja frjálst framlag inn á reikning okkar og/eða gerast félagi.
Kt. 510414-1010 - Reikn. 526-14-403558