VIÐ VINNUM FYRIR Hugleiðsludaginn

Við störfum við verkefnið ásamt fjölda sjálfboðaliða. 

Aðalverkefni ársins er Hugleiðsludagur unga fólksins 9. október 2024 eða Meditation Day for Youth 2024. Í ár hugleiða börn víða á Íslandi.
Ef þú vilt styrkja félagið og það ágæta verkefni þá máttu það gjarnan! Sendu okkur póst á hugleidsludagur@gmail.com.

Okkar bestu hjartans kveðjur,
Verkefnastjórn Hugleiðsludags Unga Fólksins


Arnbjörg Kristín er móðir, leiðsögukona, hljóðheilari og jógakennari ásamt því að vera útskrifuð með BSc gráðu í Iðjuþjálfunarfræðum og er sem stendur í Doulu námi. Hún hefur starfað frá upphafi við stefnumótun, rekstur, skipulagningu viðburða og umgjörð félagsins. Hún á til í að breytast í Ljóstýru og skemmta börnum um náttúruna og nærumhverfi á fræðandi hátt. Hún sinnir jógakennslu, meðgönguæfingakennslu í vatni norðanlands, fjölskylduyogaviðburðum hér og þar á landinu og tekur á móti hópum og fólki í heimastúdíóið Ómur Yoga & Gongsetur á Akureyri ásamt því að kenna kennaranám í HAF Yoga í Hveragerði.

Inga Margrét starfaði lengi við Háaleitisskóla og kenndi þar barnajóga þar á undanförnum misserum ásamt því að vera ein af konunum hjá Birta media sem sinnir kynningarstarfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún sinnir skipulagningu og hugmyndavinnu við Hugleiðsludag unga fólksins.